Það er óvíst hvort leikur KA gegn PAOK í Unglingadeild UEFA geti farið fram á tilsettum tíma vegna veðurskilyrða á Akureyri.
KA tekur á móti PAOK frá Grikklandi í 2. umferð keppninnar í dag. Um fyrri leik liðanna er að ræða. Akureyringarnir ungu gerðu frábærlega með að slá út Jelgava frá Lettalandi í 1. umferð.
Leikurinn á að hefjast klukkan 14 en snjó hefur kyngt niður fyrir norðan í allan dag og virðist ofankomunni ekkert ætla að linna.
Vallarstarfsmenn hafa stanslaust rutt völlinn í dag en fennir aftur ofan í jafnóðum. Samkvæmt upplýsingum 433.is er tvísýnt hvort hægt verði að spila leikinn klukkan 14 eins og staðan er.
Uppfært 13:40
Búið er að fresta leiknum um óákveðinn tíma.
Uppfært 15:28
Leikurinn fer fram í Boganum og hefst nú klukkan 16.