fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Carragher kominn með nóg af þessu á Englandi – Stjóri í deildinni segir umræðuna hrokafulla

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. október 2025 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher er ósáttur með það sem hann segir að öll lið í ensku úrvalsdeildinni hafi tekið upp á þessu tímabili, löngum innköstum.

Carragher segir að löng innköst séu orðin allt of algeng og bendir á tölfræði. Síðan 2015-2016 hefur meðaltalið verið 1,38 löng innkast í leik, en á yfirstandandi tímabili hefur talan hækkað í 3,85.

„Ég skil að lið neðar í töflunni eða í fallbaráttu noti löng innköst því þau hafa ekki alltaf gæðin til að koma boltanum inn í teig með öðrum hætti,“ segir Carragher og heldur áfram.

„En nú virðist nánast hvert einasta lið í deildinni vera að gera þetta. Tölurnar eru fáránlegar.“

Brentford hefur lengi verið þekkt fyrir að nýta löng innköst sem vopn og stjóri liðsins, Keith Andrews, talaði um málið nýlega.

„Það er ákveðin hroki í fótboltanum gagnvart löngum innköstum. En ef þú hefur þau í þínu vopnabúri væri mjög heimskulegt að nýta þau ekki,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Í gær

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah