Íslenskt dómarateymi verður að störfum í leik Samsunspor og Dynamo Kyiv í Sambandsdeildinni á fimmtudag.
Ívar Orri Kristjánsson verður með flautuna og þeir Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson verða aðstoðardómarar. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður þá fjórði dómari.
Þess má geta að íslenski landsliðsmaðurinn Logi Tómasson er á mála hjá Samsunspor, en hann gekk í raðir félagsins frá Stromsgodset í Noregi í sumar.
Samsunspor vann sterkan útisigur gegn Legia Varsjá í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar og spilar fyrsta heimaleik sinn í keppninni á fimmtudag.