Breytingar hafa verið gerðar á tveimur leikjum í lokaumferð Bestu deildar karla.
Leikirnir sem um ræðir eru annars vegar leikur Víkings og Vals í efri hlutanum, en bikarinn fer á loft þar sem Víkingur hefur þegar tryggt sér titilinn.
Leikurinn átti að fara fram á sunnudag en fer fram klukkan 16:15 á laugardag. Það ætti því að vera hægt að halda gott partí í Víkinni á laugardagskvöldið.
Leik ÍBV og KA í neðri hlutanum hefur þá verið flýtt frá 14 á laugardag til 12 sama dag. Leikurinn skiptir litlu máli en sigurliðið lendir í 7. sæti, efsta sæti neðri hlutans.
Víkingur – Valur
Var: Sunnudaginn 26. október kl. 14.00 á Víkingsvelli
Verður: Laugardaginn 25. október kl. 16.15 á Víkingsvelli
ÍBV – KA
Var: Laugardaginn 25. október kl. 14.00 á Hásteinsvelli
Verður: Laugardaginn 25. október kl. 12.00 á Hásteinsvelli