Curtis Jones miðjumaður Liverpool var öruggur á því að Mo Salah væri að fara að skora gegn Manchester United.
Þetta sést á myndbandi frá leiknum á sunnudag þar sem United vann 1-2 sigur.
Í stöðunni 0-1 fyrir United fékk Salah gott færi, eitthvað Curtis Jones taldi að yrði að marki.
Svo öruggur var Jones á því að hann var byrjaður að fagna áður en Salah skaut að marki, boltinn endaði ekki í netinu.
Þetta kostulega atvik má sjá hér að neðan.
Sir Senne Lammens 🧠 pic.twitter.com/hAbLpAXM9c
— G (@Gideoomatic) October 19, 2025