fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. október 2025 15:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ange Postecoglou var látinn taka pokann sinn í göngunum undir stúkunni á City Ground, aðeins örfáum mínútum eftir 3-0 tap Nottingham Forest gegn Chelsea á laugardag.

Ríkisútvarpið BBC og TNT Sports greina frá því að hinn ástralski stjóri hafi fengið fréttirnar um brottreksturinn strax eftir leik, áður en hann fór inn í búningsklefa liðsins til að halda lokaávarp sitt.

Brottreksturinn var síðan staðfestur aðeins 19 mínútum eftir leikslok og markar hann stystu stjóratíð í sögu úrvalsdeildarinnar hjá fastráðnum þjálfara, aðeins 39 daga.

Eigandi Forest, Evangelos Marinakis, virtist gefa fyrirfram skýrt merki um hvað væri í vændum þegar hann yfirgaf áhorfendapallinn á 60. mínútu, þá var Forest 2-0 undir.

Postecoglou hafði ekki unnið leik í átta tilraunum í deild og bikar frá því hann tók við Forest í byrjun september. Chelsea tapið var síðasti naglinn í kistuna.

Vitni sögðu hann hafa gengið með tösku í hönd eftir leik og haldið beint út í bílastæði, þar sem hann stoppaði til að taka mynd með aðdáanda. brosandi, þrátt fyrir dramatískan endi á stuttri stjóratíð sinni í Nottingham.

Sean Dyche tekur við starfi hans og er þriðji stjóri liðsins á tímabilinu en Ange tók við þegar Nuno Espirito Santo var rekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst

Mainoo gefur grænt ljós – Liggur mikið á að fá hann sem fyrst
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum

Á að hafa eytt nótt með Harry Bretaprins en kom upp um annan mann – Urðar yfir hann í skrifum sínum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku

Laura Woods snýr aftur eftir uppákomuna í síðustu viku
433Sport
Í gær

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah