Ange Postecoglou var látinn taka pokann sinn í göngunum undir stúkunni á City Ground, aðeins örfáum mínútum eftir 3-0 tap Nottingham Forest gegn Chelsea á laugardag.
Ríkisútvarpið BBC og TNT Sports greina frá því að hinn ástralski stjóri hafi fengið fréttirnar um brottreksturinn strax eftir leik, áður en hann fór inn í búningsklefa liðsins til að halda lokaávarp sitt.
Brottreksturinn var síðan staðfestur aðeins 19 mínútum eftir leikslok og markar hann stystu stjóratíð í sögu úrvalsdeildarinnar hjá fastráðnum þjálfara, aðeins 39 daga.
Eigandi Forest, Evangelos Marinakis, virtist gefa fyrirfram skýrt merki um hvað væri í vændum þegar hann yfirgaf áhorfendapallinn á 60. mínútu, þá var Forest 2-0 undir.
Postecoglou hafði ekki unnið leik í átta tilraunum í deild og bikar frá því hann tók við Forest í byrjun september. Chelsea tapið var síðasti naglinn í kistuna.
Vitni sögðu hann hafa gengið með tösku í hönd eftir leik og haldið beint út í bílastæði, þar sem hann stoppaði til að taka mynd með aðdáanda. brosandi, þrátt fyrir dramatískan endi á stuttri stjóratíð sinni í Nottingham.
Sean Dyche tekur við starfi hans og er þriðji stjóri liðsins á tímabilinu en Ange tók við þegar Nuno Espirito Santo var rekinn.