Matthijs de Ligt, varnarmaður Manchester United, hefur viðurkennt að liðið hafi vísvitandi beint spjótum sínum að stærsta veikleika Liverpool til að tryggja sér sinn fyrsta sigur á Anfield í tæpum áratug.
Hollendingurinn sagði að leikáætlun United hefði verið að sækja markvisst á bakverðina Milos Kerkez og Conor Bradley, sem báðir hafa átt erfitt uppdráttar á tímabilinu.
Bakvarðarstaðan hefur verið vandamál hjá Englandsmeisturunum síðan Trent Alexander-Arnold fór til Real Madrid á frjálsri sölu síðasta sumar. Nýju mennirnir Kerkez og Jeremie Frimpong hafa ekki náð að endurtaka frammistöður sínar frá Bournemouth og Leverkusen, á meðan Andrew Robertson og Bradley hafa einnig átt í vandræðum með formið.
Arne Slot stillti Kerkez og Bradley upp í byrjunarliði gegn United um helgina, en Frimpong kom aðeins inn á sem varamaður á 89. mínútu, þá sem kantmaður í stað Mohamed Salah.
Eftir leikinn sagði De Ligt við Viaplay: „Við vissum að Liverpool hefði veikleika, og það eru bakverðirnir þeirra,“ sagði De Ligt.
„Við vorum allir mjög einbeittir og með mikinn fókus. Þetta var leikur sem þú verður að vera 100 prósent einbeittur í til að vinna.“