fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Uppljóstrar því hvaða veikleika Amorim vildi keyra á hjá Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. október 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthijs de Ligt, varnarmaður Manchester United, hefur viðurkennt að liðið hafi vísvitandi beint spjótum sínum að stærsta veikleika Liverpool til að tryggja sér sinn fyrsta sigur á Anfield í tæpum áratug.

Hollendingurinn sagði að leikáætlun United hefði verið að sækja markvisst á bakverðina Milos Kerkez og Conor Bradley, sem báðir hafa átt erfitt uppdráttar á tímabilinu.

Bakvarðarstaðan hefur verið vandamál hjá Englandsmeisturunum síðan Trent Alexander-Arnold fór til Real Madrid á frjálsri sölu síðasta sumar. Nýju mennirnir Kerkez og Jeremie Frimpong hafa ekki náð að endurtaka frammistöður sínar frá Bournemouth og Leverkusen, á meðan Andrew Robertson og Bradley hafa einnig átt í vandræðum með formið.

Arne Slot stillti Kerkez og Bradley upp í byrjunarliði gegn United um helgina, en Frimpong kom aðeins inn á sem varamaður á 89. mínútu, þá sem kantmaður í stað Mohamed Salah.

Eftir leikinn sagði De Ligt við Viaplay: „Við vissum að Liverpool hefði veikleika, og það eru bakverðirnir þeirra,“ sagði De Ligt.

„Við vorum allir mjög einbeittir og með mikinn fókus. Þetta var leikur sem þú verður að vera 100 prósent einbeittur í til að vinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“

Árni Gautur opnar sig um glímuna við krefjandi sjúkdóm – „Þakklátur fyrir að hafa fengið að deila þessu“