Þórður Þorsteinsson Þórðarson er dómari ársins í Bestu deild kvenna.
Þettta kemur fram í niðurstöðu úr árlegri kosningu sem haldin er á meðal leikmanna deildarinnar.
Þórður, sem var leikmaður um árabil með ÍA, FH og HK áður en hann sneri sér að dómgæslu, var einnig kosinn dómari ársins í Bestu deild kvenna árin 2022 og 2023 og því verið ansi farsæll í sínu starfi.