fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. október 2025 11:26

Harley fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harley Pearce, sonur enska knattspyrnuhetjunnar Stuart Pearce, lést í hörmulegu slysi þegar hann missti stjórn á dráttarvél á sveitavegi nærri heimili fjölskyldunnar í Wiltshire í síðustu viku.

Samkvæmt lögreglunni í Gloucestershire varð slysið á A417-vegnum við Witcombe síðastliðinn fimmtudag um klukkan 14:30. Talið er að sprungið dekk hafi valdið því að dráttarvélin fór út af veginum.

Harley, sem var 21 árs, lést á vettvangi. Foreldrar hans hafa verið upplýstir og fá stuðning frá sérfræðingum lögreglunnar.

Harley var yngra barn Stuart Pearce og fyrrverandi eiginkonu hans, Liz, en þau eiga einnig dótturina Chelsea, sem keppir í hestaíþróttum og hefur tekið þátt í þremur Evrópumeistaramótum fyrir hönd Bretlands.

Harley rak eigið fyrirtæki, Harley Pearce Agricultural Service, og vann á bæjum á landamærum Wiltshire og Gloucestershire.

Stuart Pearce, sem hlaut MBE-orðu árið 1999 fyrir feril sinn og góðgerðarstörf, lék 78 landsleiki fyrir England og hefur síðustu ár starfað sem álitsgjafi hjá Talksport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Í gær

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar