fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Sigurður Egill ósáttur og segir yfirlýsingu Vals lágkúrulega – „Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. október 2025 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Egill Lárusson leikmaður Vals hefur svarað yfirlýsingu félagsins sem send var út í dag. Hann segir hana lágkúrulega og er ósáttur við margt sem þar kom fram.

Valur ákvað að bjóða Sigurði Agli ekki lengri samning, leikjahæsti leikmaður í sögu Vals í efstu deild fékk skilaboð í gegnum Facebook Messenger þess efnis frá stjórnarmanni félagsins.

Sigurður hefur nú sent stuðningsmönnum Vals yfirlýsingu. „Mér leiðist mjög að munnhöggvast á netinu en ég get ekki annað en svarað yfirlýsingu Vals. Í viðtölum eftir leik í gær þegar ég var spurður út í viðskilnaðinn benti ég einfaldlega á þá staðreynd að mér hefði verið tilkynnt í gegnum Messenger að mér yrði ekki boðinn nýr samningur og mér þætti það súrt. Ég hefði kosið að fá þessa tilkynningu augliti til auglitis eða þá með símtali. Þetta snerist ekki um hvort ég fengi samning eða ekki heldur hvernig var staðið að því að tilkynna mér það. Þessu svara stjórnarmenn Vals með yfirlýsingu á Facebooksíðu félagsins með útúrsnúningi ásamt nokkrum rangfærslum sem mig klæjar í puttana að leiðrétta en læt það vera í bili,“ segir Sigurður í bréfi til stuðningsmanna.

Meira:
Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Sigurður er hins vegar ósáttur við ýmislegt í yfirlýsingu Vals og nefnir tvö dæmi. „Ég vil hins vegar nefna að í yfirlýsingu Vals er vísað til viðbóta við samning minn. Ég hef aldrei gefið leyfi til að slíkar upplýsingar væru gerðar opinberar, og tel að samningsatriði eigi ekki heima í fjölmiðlum. Slíkt ætti að fara fram milli leikmanns og félags, í trúnaði og gagnkvæmri virðingu.“

Hann segir málið aldrei hafa snúist um peninga heldur um virðingu og sammskipti. „Ég verð einnig að fá að hnýta í eftirfarandi setningu sem mér finnst bæði ómakleg og lágkúruleg: “Það er ekki fjárhagslega ábyrgt af okkar hálfu að greiða í framtíðinni fyrir afrek fortíðar.“ Þetta mál snýst ekki um peninga eða fortíð, heldur um samskipti og virðingu. Ég hefði kosið að klára þennan kafla innan dyra félagsins á jákvæðan og heiðarlegan hátt en ekki með skilaboðum á messenger og yfirlýsingu í fjölmiðlum.“

Sigurður segist hafa átt góð samskipti við marga Valsara síðustu daga. „Ég hef fengið fjöldan allan af símtölum og skilboðum síðustu daga frá Völsurum sem mér þykir ákaflega vænt um. Málinu er nú lokið af minni hálfu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Potter tekinn við