Enska íþróttafréttakonan Olivia Buzaglo hefur lýst því sem átti sér stað í leikmannagöngunum strax eftir 0-3 tap Nottingham Forest gegn Chelsea á laugardag, rétt áður en Ange Postecoglou var rekinn.
Postecoglou var rekinn aðeins 19 mínútum eftir lokaflautið og hefur enginn stjóri í sögu úrvalsdeildarinnar haldið starfi skemur, en Ástralinn var 39 daga í starfi án þess að vinna leik.
Buzaglo sagði að mikil ringulreið hefði verið á svæðinu eftir leikinn en að Edu Gaspar, yfirmaður fótboltamála hjá Forest, hafi neitað því að ræða við fjölmiðla.
„Það átti að láta Edu tala við fjölmiðla eftir leikinn. En hann sagði einfaldlega að það væri ekki að fara að gerast. Það var allt fullt af fólki, leikmenn fóru beint inn á fund með stjórninni og að lokum var það Ryan Yates sem þurfti að mæta í viðtöl þó hann hefði ekki einu sinni spilað,“ segir Buzaglo.
Líklegt er að Sean Dyche taki við af Postecoglou og verði þar með þriðji stjóri liðsins á leiktíðinni.
@oliviabuzaglo Being in the tunnel when a manager has been sacked was WILD 🤯🤯🤯 crazy day at work ⚽️ p.s Reece James is the 🐐 #nffc #cfc #premierleague #reecejames #fyp ♬ original sound – liv buzaglo