Samkvæmt Football Insider vinnur Liverpool að því að endursemja við varnarmennina Ibrahima Konate og Andy Robertson.
Samningar beggja renna út í lok þessa tímabils, sem þýðir að þeir geta rætt við erlend félög eftir áramót um að fara frítt þangað næsta sumar.
Konate hefur verið orðaður við Real Madrid undanfarna mánuði, á meðan Atletico Madrid fylgist grannt með stöðu Robertson.
Liverpool vonast til að ná samkomulagi við báða leikmennina á næstu vikum og forðast þannig að missa þá frítt að tímabili loknu.