Jürgen Klopp, fyrrum þjálfari Liverpool, hefur opnað sig um harmleikinn þegar Diogo Jota lést í hörmulegu slysi í sumar og segir að það hafi verið eins og að missa fjölskyldumeðlim.
Framherjinn vinsæli lést, ásamt bróður sínum Andre Silva, í júlí og Klopp viðurkennir að hann hafi setið orðlaus lengi eftir að hafa fengið fregnirnar um manninn sem hann keypti frá Wolves árið 2020.
Í viðtali við Diary of a CEO-hlaðvarpið, þar sem hann ræddi núverandi hlutverk sitt hjá Red Bull, sagði Klopp. „Ég get ekki ímyndað mér búningsklefann án hans. Þetta er svo erfitt fyrir strákana líka. Enginn hjá Liverpool mun nokkru sinni nota þetta sem afsökun. Hann var svo náinn James Milner og Kostas Tsimikas, tveir allt öðruvísi karakterar. Að takast á við þetta persónulega? Það er ómögulegt,“ sagði Klopp.
„Ég fékk skilaboð um morguninn að slæmar fréttir væru á leiðinni. Ég trúði því ekki. Ég vissi hvað það þýddi. Ég sá myndirnar frá brúðkaupinu og veit nákvæmlega hvar ég var þegar ég heyrði það, ég sat þarna án þess að segja orð. Það var eins og fjölskyldumeðlimur hefði fallið frá.“
Jota lék 182 leiki fyrir Liverpool og skoraði 65 mörk, vann FA-bikarinn og deildarbikarinn undir stjórn Klopp og átti stóran þátt í leið liðsins í úrslit Meistaradeildarinnar 2022.
„Hann var sérstakur ungi maður með ótrúlega nærveru,“ bætti Klopp við.