Danny Röhl er að verða stjóri Rangers eftir allt saman, en frá þessu er greint í dag.
Rangers hafa verið í löngu og ströngu ferli við að finna eftirmann Russell Martin, sem var rekinn fyrir tveimur vikum eftir skelfilegt gengi.
Leitin hefur farið fram og til baka. Steven Gerrard var nálægt endurkomu áður en hann hafnaði því að taka við og Kevin Muscat virtist síðan vera að taka við en viðræður gengu svo ekki upp.
Röhl kom þá aftur inn í myndina og er hann að taka við.
Þjóðverjinn hélt Sheffield Wednesday uppi í ensku B-deildinni í vor en hætti svo vegna vandræða á bak við tjöldin.