fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Fyrrum framherji United liggur á sjúkrahúsi – Rifbein brotnuðu og lungun féllu saman

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 20. október 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi framherji Manchester United, Diego Forlán, var fluttur á sjúkrahús um helgina eftir að hafa brotnað á þremur rifbeinum og lungun féllu saman í leik í öldungadeild Úrúgvæ.

Forlán, sem er 46 ára, tók þátt í leik með liði sínu Old Boys í Liga Universitaria Over-40s þar sem þeir unnu Old Christians 4-1 á laugardag. En sigurleikurinn tók óvænta og sársaukafulla stefnu þegar hinn fyrrverandi stórstjarna féll harkalega í jörðina eftir árekstur við andstæðing.

Forlán, sem lék einnig með Atlético Madrid, Villarreal og Inter Milan, var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið vegna mikilla verkja. Þar kom í ljós að hann hafði brotnað á þremur rifbeinum og að lungað hafði fallið að hluta til eftir höggið.

Samkvæmt miðlinum Referí þurfti hann að gangast undir aðgerð þar sem vökvi var tekinn úr lunganu, en ástand hans er nú stöðugt og hann verður á sjúkrahúsi fram til þriðjudags.

Þrátt fyrir alvarleg meiðsl lét Forlán vita að áreksturinn hafi verið slys og að engin illvilji hafi verið í leiknum.

Forlán, sem skoraði 17 mörk í 98 leikjum fyrir Úrúgvæ og vann verðlaun sem besti leikmaður HM 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Potter tekinn við