fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. október 2025 14:26

Halldór Árnason, fyrrum þjálfari Breiðabliks. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var ekki langur aðdragandi, þetta hefur gerst frekar hratt,“ segir Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks við 433.is um brottrekstur Halldórs Árnasonar úr starfi þjálfara karlaliðsins í dag.

Síðasti leikur Halldórs við stjórnvölinn var í tapi gegn Víkingi um helgina, en eftir úrslitin er ólíklegt að Breiðablik nái Evrópusæti, sem er ekki viðunandi árangur Íslandsmeistaraliðsins frá því í fyrra.

Halldór tók við Breiðabliki 2023 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Gerði hann liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari í fyrra og kom liðinu svo í Sambandsdeildina í ár.

„Við tökum ekki svona ákvörðun út frá einstökum leikjum en gengið og stemningin undanfarið hefur ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir. Stjórnin taldi að það þyrfti að gera eitthvað í því og við völdum þessa leið,“ segir Flosi enn fremur.

„Þetta er mjög erfitt. Dóri gerði liðið að meisturum í fyrra og kom okkur í Sambandsdeildina í ár. Hann hefur verið hér í sex ár og er frábær náungi, leggur sig allan fram í þetta. Hann er góður félagi og vinur. Hann á mikið hrós skilið og á mikið inni hjá okkur.“

Ólafur Ingi Skúlason tekur við starfi Halldórs í Kópavoginum og segir þar með upp starfi sínu sem þjálfari U-21 árs landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“

Carragher svarar fyrir sig vegna gagnrýni fyrir að hjóla í Salah – „Þú og aðrir hafið gjörsamlega misskilið það“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Í gær

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Í gær

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar