fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
433Sport

Minnkandi tekjur og taprekstur fyrir sölu

433
Fimmtudaginn 2. október 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tap var á rekstri Fótbolta.net á síðasta ári, ársreikningi félagsins var skilað inn í ágúst fyrir árið 2024. Hafliði Breiðfjörð og Magnús Már Einarsson voru þá eigendur vefsins. Hafliði átti 95 prósent í félaginu og Magnús fimm prósent.

Hafliði og Magnús seldu reksturinn fyrr á þessu ári en fjárfestingahópur sem Mate Dalmay fór fyrir keypti vefinn og rekur hann í dag.

Fótbolti.net hefur um árabil verið einn vinsælasti vefur landsins.

Rekstrartekjur félagsins á árinu 2024 námu 72,1 milljónir króna og lækkuðu á milli ár, árið 2023 voru tekjurnar 73,7 milljónir.

Félagið skilaði tapi upp á rúmlega 3.7 milljónir árið 2024, eftir hagnað upp á tæplega 4,7 milljónir árið 2023.

Eigið fé félagsins í árslok 2024 nam tæplega 18,8 millj. Skuldir voru afar litlar og reksturinn því í góðu jafnvægi.

Ársverk í kringum vefinn árið 2024 voru fjögur en félagið borgaði 56 milljónir króna í laun, hækkun frá árinu á undan. Önnur rekstrargjöld voru rúmar 20 milljónir og hækkuðu um 5 milljónir á milli ára.

Ársreikninginn má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forráðamenn Barcelona tjá sig um framtíð Rashford

Forráðamenn Barcelona tjá sig um framtíð Rashford
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir ríkisstjórn Íslands setja stein í götu íþróttafélaga með veiðigjöldum

Segir ríkisstjórn Íslands setja stein í götu íþróttafélaga með veiðigjöldum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Setja fram samsæriskenningu um það af hverju framherji Chelsea spilar ekki

Setja fram samsæriskenningu um það af hverju framherji Chelsea spilar ekki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er landsliðshópur Ómars Inga

Svona er landsliðshópur Ómars Inga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áhugaverður nýr landsliðshópur Arnars: Aron Einar með – Jóhann Berg og Gylfi úti í kuldanum

Áhugaverður nýr landsliðshópur Arnars: Aron Einar með – Jóhann Berg og Gylfi úti í kuldanum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Uppselt á báða leiki Íslands

Uppselt á báða leiki Íslands
433Sport
Í gær

Er nú sagður efstur á óskalistanum

Er nú sagður efstur á óskalistanum
433Sport
Í gær

Risatíðindi fyrir Mílanó-félögin

Risatíðindi fyrir Mílanó-félögin