fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
433Sport

Hannes segist hafa verið hent eins og kúkableyju – „Mér þykir leiðinlegt að tilkynna þér þetta“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 2. október 2025 10:12

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, segist hafa verið kastað burt frá Qarabag í Aserbaísjan eftir einn lélegan leik gegn Sporting í Evrópudeildinni.

Hannes gekk í raðir Qarabag eftir HM 2018 frá Randers í Danmörku. Segir hann það hafa verið erfiða ákvörðun fyrir sig og sína fjölskyldu en góður samningur hafi verið í boði. Hann var fljótt orðinn aðalmarkvörður Qarabag en missti sætið svo.

„Ég var orðinn sá eini sem hann treysti og sagði mér að ég þyrfti bara að spila. Svo henti hann mér út eins og hverri annarri kúkableyju,“ rifjar Hannes upp í hlaðvarpinu Hlaðfréttir.

„Við spiluðum Evrópuleik á móti Sporting og töpuðum 6-1. Þarna var ég orðinn aðalmarkvörður, mætti á blaðamannafundinn með þjálfaranum fyrir leik og allt. Við vorum svo að fara að spila á móti Arsenal úti, sem var stóri leikurinn í riðlinum. Vinir mínir voru að koma út til London svo ég var mjög forvitinn að vita hvort ég myndi spila þennan leik.“

Þá komst Hannes að því að hvort hann væri að fara að spila umræddan leik eða ekki var ekki hans helsta áhyggjuefni.

„Ég hélt ég væri nú með þetta, var orðinn aðalmarkvörður og einn lélegur leikur er oftast látinn slæda. Ég spurði umboðsmanninn um að komast að því hvort ég myndi spila eða ekki.

Daginn fyrir leik í London hringdi hann í mig og sagði: Mér finnst leiðinlegt að tilkynna þér þetta en þú ert alls ekki að fara að spila og þú mátt finna þér nýtt lið, hann ætlar aldrei að spila þér aftur eftir þennan Sporting leik.“

Þetta var eðlilega högg í magann.

„Þetta var innan við hálfu ári eftir að ég reif okkur upp frá Danmörku. Ég veit að ef ég hefði fengið 2-3 leiki í viðbót hefði ég náð stöðugleika og verið aðalmarkvörður. Ég vildi berjast fyrir stöðunni minn en þeir sögðu mér að ég myndi ekkert spila, færi bara í varaliðið.“

Við tóku svo nokkrir erfiðir mánuðir áður en Hannes samdi við Val hér heima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forráðamenn Barcelona tjá sig um framtíð Rashford

Forráðamenn Barcelona tjá sig um framtíð Rashford
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir ríkisstjórn Íslands setja stein í götu íþróttafélaga með veiðigjöldum

Segir ríkisstjórn Íslands setja stein í götu íþróttafélaga með veiðigjöldum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Setja fram samsæriskenningu um það af hverju framherji Chelsea spilar ekki

Setja fram samsæriskenningu um það af hverju framherji Chelsea spilar ekki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er landsliðshópur Ómars Inga

Svona er landsliðshópur Ómars Inga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áhugaverður nýr landsliðshópur Arnars: Aron Einar með – Jóhann Berg og Gylfi úti í kuldanum

Áhugaverður nýr landsliðshópur Arnars: Aron Einar með – Jóhann Berg og Gylfi úti í kuldanum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Uppselt á báða leiki Íslands

Uppselt á báða leiki Íslands
433Sport
Í gær

Er nú sagður efstur á óskalistanum

Er nú sagður efstur á óskalistanum
433Sport
Í gær

Risatíðindi fyrir Mílanó-félögin

Risatíðindi fyrir Mílanó-félögin