fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
433Sport

Alonso í holu í Madríd – Lykilmenn í fréttum og sagðir ósáttir með hann

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. október 2025 11:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Federico Valverde hefur hafnað fullyrðingum spænskra fjölmiðla um að hann hafi neitað að spila í Meistaradeildarleik Real Madrid gegn Kairat Almaty á þriðjudag, þar sem liðið vann öruggan 5-0 sigur.

Valverde, sem var á meðal varamanna, var ekki kallaður inn á völlinn, og sögusagnir fóru á kreik eftir að hann sást hita upp langt frá öðrum varamönnum eins og Jude Bellingham og Eduardo Camavinga.

Marca benti sérstaklega á að Valverde hafi staðið með hendur fyrir aftan bak og horft á leikinn, en ekki tekið þátt í upphitun með öðrum varamönnum.

Í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum hafnaði Valverde þessum ásökunum:

„Ég hef lesið greinar sem ráðast að persónu minni. Þið megið segja að ég hafi átt slæma leiki, en aldrei að ég neiti að spila. Ég hef spilað slasaður, með beinbrot án þess að kvarta,“ segir Valverde

Hann bætti við að samband sitt við þjálfarann, Xabi Alonso, væri gott en fréttir af því að hann vilji ekki spila bakvörð hafa komið fram. . „Ég segi honum hreinskilnislega hvaða stöðu mér líður best í, en ég er alltaf til taks, í hvaða stöðu sem er.“

Það var ekki aðeins Valverde sem vakti athygli, Vinícius Jr. sýndi gremju þegar hann var tekinn af velli á 70. mínútu. Hann sásta kasta vatnsbrúsa í reiði. Alonso sagði síðar: „Hann kvartaði ekki. Þetta var bara svipbrigði í hita leiksins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Meistaradeildin: PSG vann í Katalóníu – Hojlund skoraði tvö og Arsenal vann sigur

Meistaradeildin: PSG vann í Katalóníu – Hojlund skoraði tvö og Arsenal vann sigur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viktor stoltur eftir verðlaun helgarinnar: Fór í hjartaaðgerð í vetur – „Hefur þetta því í raun enn meiri þýðingu fyrir mig“

Viktor stoltur eftir verðlaun helgarinnar: Fór í hjartaaðgerð í vetur – „Hefur þetta því í raun enn meiri þýðingu fyrir mig“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kókaín-konan sendir mömmu sinni bréf úr fangelsi – „Hvort sem það er gott eða slæmt, þá finnst mér þetta vera blessun frá Guði“

Kókaín-konan sendir mömmu sinni bréf úr fangelsi – „Hvort sem það er gott eða slæmt, þá finnst mér þetta vera blessun frá Guði“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Garnacho opnar sig um síðustu mánuðina hjá Manchester United

Garnacho opnar sig um síðustu mánuðina hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Orri Steinn súr og dapur í bragði þegar hann hringdi í Arnar

Orri Steinn súr og dapur í bragði þegar hann hringdi í Arnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar segir leikmenn á undan Jóhanni í röðinni – „Ég tilkynnti honum þetta ekki“

Arnar segir leikmenn á undan Jóhanni í röðinni – „Ég tilkynnti honum þetta ekki“
433Sport
Í gær

Mourinho fór illa með leikmann Chelsea í viðtölum eftir leik

Mourinho fór illa með leikmann Chelsea í viðtölum eftir leik
433Sport
Í gær

Þrír kostir í boði fyrir Mainoo

Þrír kostir í boði fyrir Mainoo