fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Freyr segir töluverða óvissu hafa ríkt í vetur – „Hefur verið miklu betra en það“

433
Sunnudaginn 19. október 2025 12:30

Freyr Alexandersson. Mynd: Brann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson er sáttur með hvernig hefur gengið hingað til á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari norska stórliðsins Brann. Liðið er í nálægð við toppliðin í norsku úrvalsdeildinni og er þá með þrjú stig eftir tvo leiki í deildarkeppni Evrópudeildarinnar.

„Ég verð að segja að hingað til er ég sáttur. Við erum framar okkar markmiðum, aðallega því aðalmarkmiðið var að komast inn í Evrópukeppni og við komumst inn í Evrópudeildina en ekki Sambandsdeildina, þó það hefði ekki verið neitt að því að vera þar. En Evrópudeildin er enn betra. Svo erum við í nálægð við efstu tvö sætin og það var markmiðið,“ sagði Freyr í Íþróttavikunni á 433.is.

Freyr hefur áður gert frábæra hluti með Lyngby í Danmörku og Kortrijk í Belgíu, en hann tók við Brann í byrjun árs.

„Þegar við lögum af stað í janúar var töluverð óvissa. Það eru búnar að vera miklar breytingar á liðinu leikmannalega séð og svo kom nýtt þjálfarateymi inn. Við vissum ekki alveg út í hvað við værum að fara og að þetta tímabil gæti hugsanlega verið svolítið aðlögunartímabil. En þetta hefur verið miklu betra en það. Við erum heilt yfir búnir að vera mjög stöðugir, bætt okkur á mörgum sviðum og leikmenn sem við lögðum mikið í að gera betri hafa tekið miklum framförum.

Þar af leiðandi segi ég að þetta hafi gengið örlítið framar vonum en við komum inn í síðasta hlutann undir miklu álagi, erum líka með marga landsliðsmenn þannig landsleikjahléið er ekki mikil pása. Nú reynir á okkur, erum að spila sjö leiki á 22 dögum fyrir næsta landsleikjahlé. Það verður spennandi að sjá hvernig við náum að klóra okkur í gegnum þetta,“ sagði Freyr.

Ítarlegt viðtal við Frey er í spilaranum og hefst það þegar þátturinn er um það bil hálfnaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United

Nýtti landsliðsverkefnið til að sannfæra samlanda sinn um að koma til United
433Sport
Í gær

Breiðablik fer til Danmerkur

Breiðablik fer til Danmerkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild