fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 19. október 2025 10:30

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd :DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson hefur verið að gera frábæra hluti með norska liðið Brann og var hann valinn þjálfari ágúst- og september mánaða í Noregi. Hann ræddi þessa viðurkenningu í ítarlegu viðtali í Íþróttavikunni hér á 433.is.

„Mér hefur alltaf fundist svona verðlaun svolítið skrýtin en ég er búinn að fá skammir fyrir að vera ekki nógu þakklátur svo ég vil bara segja að ég er þakklátur,“ sagði Freyr léttur í bragði.

„Ég sé bara sjálfur á því hvernig við spilum og hvernig er búið að ganga, leikmenn og liðið að verða betra, það er fyrst og fremst viðurkenningin,“ sagði hann enn fremur.

Brann er í deildarkeppni Evrópudeildarinnar og í nálægð við toppinn í deildinni heima fyrir. Liðið hefur verið að gera vel á báðum vígstöðvum.

„Saga Brann undanfarin ár þegar liðið hefur verið í undankeppni í Evrópu er að liðið hefur droppað alveg svakalega í deildinni á meðan. Við náðum að halda standard og bæta aðeins í, það er mjög ánægjulegt.“

Töluvert hefur verið rætt og ritað um hvernig það er fyrir íslensk félagslið að keppa á háu stigi í Evrópukeppnum og halda dampi í deildinni heima á meðan. Þetta er einnig áskorun í Noregi þó umgjörðin sé vissulega stærri og betri en hér heima.

Freyr Alexandersson. Mynd: Brann

„Þetta er alveg verkefni sem þarf að vera mjög einbeittur á. Maður þarf að átta sig á að það er að koma álagskúrfa sem er mjög krefjandi og erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt. Ég fór svolítð út í smáatriði með klúbbnum um hvernig við myndum ferðast, borða og svoleiðis. Það eru líka ekki bara ferðalög í Evrópukeppni, ferðalögin í Noregi eru ekkert styttri.

Það er alveg skiljanlegt (að íslensku liðin lenti í brasi), þetta er mikið álag. Við í Noregi ferðumst þó allavega með leiguflugi, þeir eru að fljúga með almúganum eins og maður segir og allt sem fylgir því. Þetta tekur mikið í,“ sagði Freyr og benti á að Gylfi Þór Sigurðsson hafi hitt naglann á höfuðið er hann ræddi þessi mál við 433.is á dögunum.

„Reynslan mín frá landsliðsþjálfarastörfum á Íslandi kemur sterk inn þarna, ég get nýtt mér alveg helling úr þeirri reynslu. Við erum að spila á þriggja daga fresti og svefninn er lykilatriði. Mörg lið gera það þannig að þau spila 20:45 á kvöldin og fljúga beint heim. Við erum það norðarlega að við erum að koma seint um nóttina heim til okkar í rúmið og dagurinn eftir ónýtur. Ef það verður venjan er það ekki góð endurheimt svo við höfum valið það að sofa á leikstað og fljúga eftir að leikmenn hafa fengið átta tíma svefn. Mér þótti mikilvægt að halda í þetta og það hefur reynst vel.“

Ítarlegt viðtal við Frey er í spilaranum og hefst það þegar þátturinn er um það bil hálfnaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“

Pétur urðar yfir nýja stjórn á Hlíðarenda – „Ekkert faglegt við neitt sem gert hefur verið undanfarið ár“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“

Ólafur lýsir áhyggjum af þróun mála á Íslandi – „Þetta getur ekki verið rétt, svona vitleysa meikar ekki sens“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar

Ætla að reyna að gera allt til að Semenyo fari ekki í janúar – Gæti fengið að fara fyrir miklu lægri upphæð næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni

Salah sendir frá sér skilaboð – Einmanna í Bítlaborginni
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu

Sjáðu myndbandið: Með 85 milljónir í vikulaun en skallaði einstakling sem vildi taka sjálfu á knæpu
433Sport
Í gær

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus