Ítalía gæti átt yfir höfði sér refsingu frá FIFA eftir að stuðningsmenn liðsins bauluðu á meðan þjóðsöng þjóðsöng Ísrael stóð áður en liðin mættust í undankeppni HM í gær.
Ítalir unnu leikinn 3-0 og eru með því nánast búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fyrir Ísrael þýða úrslitin að liðið hefur svo gott sem engan möguleika á að komast í umspil.
Atvikið átti sér stað fyrir leik þegar þjóðsöngur Ísraels var spilaður og hluti áhorfenda á Ólympíuleikvangnum í Róm lét óánægju sína í ljós með því að baula.
Þátttaka Ísrael á sviði íþrótta hefur verið umdeild og hafa margir kallað eftir því undanfarna mánuði að þjóðinni yrði meinuð þátttaka, eins og í tilfelli Rússa.
Fordæmi eru fyrir sektum fyrir að baula á þjóðsöng Ísrael en skoska knattspyrnusambandið var sektað um átta þúsund pund fyrir sama athæfi.