fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. október 2025 19:00

Frá Ólympíuleikvangnum í Róm. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalía gæti átt yfir höfði sér refsingu frá FIFA eftir að stuðningsmenn liðsins bauluðu á meðan þjóðsöng þjóðsöng Ísrael stóð áður en liðin mættust í undankeppni HM í gær.

Ítalir unnu leikinn 3-0 og eru með því nánast búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Fyrir Ísrael þýða úrslitin að liðið hefur svo gott sem engan möguleika á að komast í umspil.

Atvikið átti sér stað fyrir leik þegar þjóðsöngur Ísraels var spilaður og hluti áhorfenda á Ólympíuleikvangnum í Róm lét óánægju sína í ljós með því að baula.

Þátttaka Ísrael á sviði íþrótta hefur verið umdeild og hafa margir kallað eftir því undanfarna mánuði að þjóðinni yrði meinuð þátttaka, eins og í tilfelli Rússa.

Fordæmi eru fyrir sektum fyrir að baula á þjóðsöng Ísrael en skoska knattspyrnusambandið var sektað um átta þúsund pund fyrir sama athæfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir frá því þegar hann var handtekinn eftir að hafa brotist inn í kvennafangelsi

Segir frá því þegar hann var handtekinn eftir að hafa brotist inn í kvennafangelsi