fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Gylfi Þór nefnir þá hluti sem skila þessum ótrúlega árangri í Fossvogi síðustu ár

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. október 2025 15:30

Mynd: Víkingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti landsliðsmaður í sögu Íslands, varð Íslandsmeistari með Víking fyrir rúmri viku síðan. Hann segir pressuna sem hann setti á sjálfan sig hafa verið þess virði og að síðustu dagar hafi verið ótrúlega skemmtilegir. Gylfi yfirgaf Val í febrúar með nokkrum látum, hann vildi burt og Víkingar voru reiðubúnir að borga metfé fyrir Gylfa. Hann stendur nú uppi sem Íslandsmeistari og gerir upp tímabilið í ítarlegu viðtali við 433.is.

Smelltu hér til að lesa ítarlegt viðtal við Gylfa:

Gylfi Þór Sigurðsson, Mynd DV/KSJ

Víkingur hefur á undanförnum árum náð að byggja upp mikla sigurgöngu, félagið hefur orðið Íslandsmeistari í þrígang á fimm áru, gert vel í bikarnum og komist inn í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar þar sem liðið náði frábærum árangri.

Gylfi steig inn í þetta umhverfi í febrúar og fer í gegnum það í viðtalinu af hverju Víkingur er að keppa um titla og árangur á hverju tímabili.

„Eftir að Sölvi, Kári og Arnar Gunnlaugs byggðu upp eitthvað hérna á einhverjum X tíma þá hafa þeir hafa safnað að sér fólki, stjórn, staffi í kringum sig, með rétta blöndu af ungum og eldri leikmönnum,“ segir Gylfi um ástæðu þess að Víkingur nær þessum árangri.

Hann segir að mikið sé lagt upp úr því að ná árangri. „Svo er mikið keppnisskap hérna, það gengur ekki allt upp en þeir hafa búið til grunn sem skilar því að liðið er alltaf í keppni um titla.“

Hann segir einnig hvernig umgjörðin sé á heimaleikjum skipti máli. „Umgjörðin hérna, stuðningsmenn og hvernig er á leikjum. Skemmtun í kringum heimaleiki, það er gaman að koma á leiki hérna. Það er allt rosalega jákvætt hérna, það er svo mikið af hlutum sem hafa gengið upp og hafa verið vel gerðir síðustu árin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn

Sjáðu færsluna sem stjarna Chelsea eyddi af Instagram – Rak umboðsmann sinn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Landafræðikennari með tösku sem kostar tæpar 2 milljónir

Landafræðikennari með tösku sem kostar tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“
433Sport
Í gær

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans

Potter vill starfið eftir brottrekstur Danans
433Sport
Í gær

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari

Þorsteinn: Við erum klárlega sterkari