Samkvæmt enskum blöðum í dag er Carlos Baleba miðjumaður Brighton ekki ennþá efstur á óskalista Manchester United.
United skoðaði kaup á Baleba í sumar en Brighton hafði ekki neinn áhuga á að selja.
Ensk blöð segja í dag að forráðamenn United séu nú meira og meira farnir að horfa til Adam Wharton.
Wharton er enskur landsliðsmaður sem hefur átt góða tíma hjá Crystal Palace, hann er 21 árs gamall.
Wharton var áður hjá Blackburn en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann gríðarlega reynslu.