Vinstri bakvörðurinn Nathaniel Brown hjá Frankfurt hefur vakið athygli stórliða víðs vegar um Evrópu. Samkvæmt frétt Sky fylgjast Arsenal, Manchester City og Real Madrid grannt með Þjóðverjanum.
Frankfurt vill ekki selja hinn 22 ára gamla Brown, sem er sterkur sóknar- og varnarlega, fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar og aðeins ef tilboð upp á meira en 50 milljónir punda berst.
Brown var keyptur frá Nurnberg í fyrra á um 2 milljónir punda og er með betri mönnum Frankfurt í dag. Hefur hann brotið sér leið inn í þýska landsliðið með frammistöðu sinni.
Brown er þó samningsbundinn Frankfurt til 2030 og þýska félagið því í sterkri samningsstöðu.