fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mark Clattenburg, fyrrverandi enskur dómari, hefur lýst fyrsta Merseyside-slag sínum sem verstu frammistöðu ferilsins. Um var að ræða leik Everton og Liverpool á Goodison Park árið 2007, sem hann segir hafa verið eins og stríð sem hann var ekki andlega undirbúinn fyrir.

Í viðtali við Whistleblowers-hlaðvarp Daily Mail sagði Clattenburg að hann hefði ranglega gert ráð fyrir að leikurinn yrði sambærilegur við Manchester- eða Lundúnarslagina sem hann hafði áður dæmt.

„Ég var aðeins eitt ár inn í feril minn í ensku úrvalsdeildinni. Ég hafði nýlokið við að dæma Manchester-slag og Norður-Lundúnarslaginn og hélt að þetta yrði svipað. En þetta var allt annað, vinnumanna-slagur með gríðarlegum tilfinningum. Ég gerði þetta algjörlega rangt,“ sagði hann.

Clattenburg fékk síðar líflátshótanir eftir leikinn og var ekki skipaður í leik Everton næstu sex árin. Leikurinn fór 2–1 fyrir Liverpool undir stjórn Rafa Benítez, eftir að Everton hafði leitt í hálfleik með sjálfsmarki frá Sami Hyypiä.

„Ég sendi af velli tvo leikmenn Everton – Tony Hibbert og Phil Neville og gaf Liverpool tvær vítaspyrnur,“ sagði Clattenburg.

„Stuðningsmenn Everton héldu að Steven Gerrard hefði haft áhrif á mig, þar sem hann gekk framhjá myndavélinni þegar ég breytti spjaldi úr gulu í rautt, en það var alltaf rautt. Stærsta mistökin voru þó þegar ég dæmdi ekki víti á Jamie Carragher fyrir að toga Joleon Lescott niður.“

„Í augum Everton gerði ég þrjú stór mistök öll í hag Liverpool,“
sagði Clattenburg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rekinn eftir hörmulegt gengi

Rekinn eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ

Breytingar framundan í Meistaradeildinni – Tónlistaratriði og húllumhæ
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Höddi Magg um pistilinn: „Ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum“

Höddi Magg um pistilinn: „Ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram