fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Höddi Magg um pistilinn: „Ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 11:30

Hörður Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttalýsandinn geysivinsæli Hörður Magnússon segir að ekki megi hengja sig í tölfræði eða aðra þætti en þá sem skiptir máli, sér í lagi þegar kemur að landsliðsbolta. Hann var afar ánægður með frammistöðu íslenska karlalandsliðsins sem náði 2-2 jafntefli við Frakka í undankeppni HM í gær.

„Þetta er nákvæmlega það sem ég vil sjá, praktískari hluti, að við séum ekki jafn yfirmáta sókndjarfir. Það var ekkert vit í öðru en að bakka aðeins og nýta okkar styrkleika, sem eru mjög margir fram á við,“ sagði Hörður í Morgunútvarpinu á Rás 2.

Pistill Harðar um helgina vakti athygli, en þar virtist hann aðeins gagnrýna Arnar Gunnlaugsson lansliðsþjálfara fyrir að ræða góða tölfræði og frammistöðu eftir 3-5 tap gegn Úkraínu fyrir helgi.

„Fótboltinn hefur breyst og þróast í þá átt að tölfræði skipti öllu máli. Menn sem tapa eru að benda á hitt og þetta, sem aldrei var gert áður. Fótbolti er í eðli sínu einföld íþrótt og oftast þjálfararnir sem flækja hana. Ég var ekki að skjóta á Arnar Gunnlaugsson þannig lagað. Ég kann að meta Arnar en ég er bara orðinn rosalega þreyttur á svona afsökunum. Það er ýmislegt týnt til.“

Hörður var sem fyrr segir mjög sáttur við upplegg Arnars í gær og hefði viljað sjá hann nálgast leikinn við Úkraínu með svipuðum hætti.

„Mér fannst vanta aðeins meiri auðmýkt í aðdraganda Úkraínuleiksins. Ekki segjast ætla að eyðileggja drauma Úkraínu um að komast á HM, mér finnst það ekki skynsamleg nálgun á leik. Ég hafði spáð tapi, ekki af því ég vil að við töpum heldur af því mér fannst við aðeins of kokhraustir.

Frábær spilamennska er ekkert endilega að halda boltanum í fimm mínútur. Frábær spilamennska er það sem við sáum í gær gegn Frökkum. Það eru margar leiðir að markmiðinu. En að spila sóknarbolta með mikilli áhættu mun ekki skila okkur á stórmót.“

Hér má hlusta á samtalið við Hörð í Morgunútvarpinu í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram

Rashford sendir pillu á United – Kennir þeim um að hafa ekki náð sínu besta fram
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Logi Tómasson – „Ég var solid í kvöld og mikilvægt fyrir mig að spila þennan leik“

Logi Tómasson – „Ég var solid í kvöld og mikilvægt fyrir mig að spila þennan leik“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Elías Rafn í stuði eftir nokkrar geggjaðar vörslur gegn Frökkum – „ Þetta er stig sem ber að virða“

Elías Rafn í stuði eftir nokkrar geggjaðar vörslur gegn Frökkum – „ Þetta er stig sem ber að virða“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar gerðu jafntefli við Frakka

Strákarnir okkar gerðu jafntefli við Frakka
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu markið – Kristian Nökkvi með geggjað mark til að jafna gegn Frökkum

Sjáðu markið – Kristian Nökkvi með geggjað mark til að jafna gegn Frökkum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gjaldþrot blasir við

Gjaldþrot blasir við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann hafnaði Liverpool og fór til Arsenal ári síðar

Útskýrir af hverju hann hafnaði Liverpool og fór til Arsenal ári síðar