fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Gæti endað á Old Trafford eftir fjaðrafok síðustu daga

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski miðjumaðurinn Jobe Bellingham gæti verið á förum frá Borussia Dortmund eftir erfiða byrjun í Þýskalandi. Samkvæmt Bild fylgjast bæði Manchester United og Crystal Palace grannt með stöðu hans.

Bellingham, sem er 20 ára, gekk í raðir Dortmund í sumar frá Sunderland fyrir um 27 milljónir punda. Hann hefur þó átt erfitt uppdráttar og spilað einungis 301 mínútu í níu leikjum á tímabilinu.

Að sögn Daily Mail hefur Bellingham átt við persónuleg vandamál að stríða. Þar segir að hann eigi erfitt með að aðlagast og haldi sig að mestu leyti heima. Virðist þetta hafa áhrif á spilamennsku hans.

Þá var faðir hans, Mark Bellingham, sagður hafa orðið mjög reiður þegar Jobe var tekinn af velli í 3-3 jafntefli gegn St. Pauli, sem endaði með rifrildi við íþróttastjórann Sebastian Kehl.

Samkvæmt fréttum á Ruben Amorim, stjóri Manchester United, að vera mikill aðdáandi Bellingham og telja hann passa vel í sitt leikjakerfi.

Crystal Palace hefur einnig áhuga, þar sem félagið undirbýr sig fyrir mögulegt brotthvarf Adam Wharton, sem hefur verið orðaður við stórlið á borð við United, Liverpool, Real Madrid og Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja

Var um tíma hræddur við að eyða peningum – Óttaðist hvað bræður hans myndu segja
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Elías Rafn í stuði eftir nokkrar geggjaðar vörslur gegn Frökkum – „ Þetta er stig sem ber að virða“

Elías Rafn í stuði eftir nokkrar geggjaðar vörslur gegn Frökkum – „ Þetta er stig sem ber að virða“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hákon Arnar eftir frábær úrslit – „Við vorum aðeins hræddir, við ætluðum að vernda 1-0“

Hákon Arnar eftir frábær úrslit – „Við vorum aðeins hræddir, við ætluðum að vernda 1-0“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir okkar gerðu jafntefli við Frakka

Strákarnir okkar gerðu jafntefli við Frakka