Enski íþróttaþulurinn Laura Woods átti einstaklega gott ár fjárhagslega eftir að hún skipti frá talkSPORT yfir til TNT Sports, samkvæmt nýbirtum ársreikningum.
Woods, sem er 38 ára, sneri aftur á skjáinn í apríl eftir aðeins þriggja mánaða fjarveru vegna fæðingar barns síns, og hefur auður hennar meira en tvöfaldast á einu ári úr 635 þúsund pundum í 1,5 milljónir punda frá janúar til desember 2024.
Skjöl frá fyrirtæki hennar, The Pig and I Limited, sem hún stofnaði árið 2014, sýna að eignir hennar nema nú meira en einni milljón punda. Þessi aukni auður má meðal annars rekja til gríðarlegrar launahækkunar eftir að hún yfirgaf talkSPORT og tók við sem aðalþulur TNT Sports í umfjöllun um Meistaradeildina.
Samkvæmt The Sun fær Woods nú um 800 þúsund pund í árslaun sem er veruleg hækkun frá þeim 250 þúsund pundum sem hún þénaði áður. Hún er því orðin einn launahæsti íþróttafréttamaður Bretlands.
Fjármálaskjölin sýna jafnframt að hún á um 1,2 milljón punda á bankareikningum og greiddi um 300 þúsund pund í skatta á síðasta ári, en tók sér aðeins út 1.000 punda arð.
Woods hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem ein vinsælasta sjónvarpsrödd Bretlands í fótboltaumfjöllun, bæði fyrir fagmennsku og persónutöfra, og nýtur nú velgengni.