Shea Lacey, 18 ára vængmaður hjá Manchester United, tók þátt í æfingu með enska A-landsliðinu í gær eftir að hafa vakið athygli með frammistöðu sinni hjá U21-liði félagsins.
Thomas Tuchel, þjálfari Englands, bauð Lacey að taka þátt í æfingunni eftir að hann skoraði tvisvar gegn Crystal Palace U21 nýverið. Hann hefur einnig æft með aðalliði Manchester United undir stjórn Ruben Amorim öðru hvoru að undanförnu.
Lacey hefur verið líkt við Phil Foden. Auk Lacey fengu einnig varnarmennirnir Lakyle Samuel og Harrison Murray-Campbell tækifæri á æfingunni með enska landsliðinu á miðvikudag.
Samuel, 19 ára, er á mála hjá Manchester City og leikur nú með Bromley í League Two á láni. Murray-Campbell, einnig 19 ára, er hjá Chelsea.
Talið er að æfingin hafi verið hluti af framtíðaruppbyggingu enska liðsins þar sem ungt og efnilegt leikfólk fær að smakka á landsliðsumhverfinu.