fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
433Sport

Ráðleggur Guardiola að segja upp störfum hjá City

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. október 2025 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola hefur verið hvattur til að hæta með Manchester City og leita sér að nýju verkefni. Spænski þjálfarinn hefur náð gríðarlegum árangri á Etihad-vellinum með fjölda enskra meistaratitla og Meistaradeildarsigur að baki.

En liðið hans hefur átt erfitt með að ná fyrri hæðum á tímabilinu 2024/25 og ekki sýnt sömu yfirburði og undanfarið.

City endaði í þriðja sæti í fyrra, 13 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool, og safnaði aðeins 71 stigi. Það er heilum tuttugu stigum minna en þegar liðið vann titilinn með 91 stig tímabilið 2023/24.

Þessi hnignun hefur vakið spurningar um framtíð Guardiola hjá félaginu. Carles Planchart, fyrrverandi greiningarsérfræðingur hans, telur að Guardiola þurfi að endurnýja sjálfan sig.

Þeir félagar unnu saman hjá bæði Barcelona, Bayern München og Manchester City, en Planchart lét af störfum á síðasta tímabili. „Þetta er persónuleg ákvörðun sem hann þarf að taka. Ég held að verkefni eigi að vara í fimm til sex ár, ekki lengur,“ segir Carles.

„En það á við um alla, ekki bara hann. Þú þarft að endurnýjast. Sem vinur myndi ég ráðleggja honum að finna sér nýtt verkefni, hann á enn mikið eftir.“

„Hann hefur verið lengi hjá City af því að þar hefur hann fengið að vinna í friði, eins og heima hjá sér. Það var ekki þannig hjá Barcelona eða Bayern. Hann er brjálaður í fótbolta. Líf hans er á grasinu. Hann er snillingur, uppfinningamaður. Styrkleiki hans liggur í því hvernig hann enduruppgötvar fótboltann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vonast til að Lammens sé Courtois 2.0

Vonast til að Lammens sé Courtois 2.0
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom mörgum á óvart – Slakaði á í sjónum skömmu eftir að hafa verið rekinn

Kom mörgum á óvart – Slakaði á í sjónum skömmu eftir að hafa verið rekinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gunnar um Íslandsmeistara Víkings – „Bestir í tossabekk“

Gunnar um Íslandsmeistara Víkings – „Bestir í tossabekk“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hafliði fer ófögrum orðum um stöðuna í Kaplakrika: Konungdæmi bræðranna – „Henda honum út eins og skítugri tusku öðru sinni“

Hafliði fer ófögrum orðum um stöðuna í Kaplakrika: Konungdæmi bræðranna – „Henda honum út eins og skítugri tusku öðru sinni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þórir í snúinni stöðu á Ítalíu – „Það var leiðinlegt þegar ég fékk þær fréttir“

Þórir í snúinni stöðu á Ítalíu – „Það var leiðinlegt þegar ég fékk þær fréttir“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aron búinn að taka samtalið við fólkið fyrir norðan – Hefur þetta að segja um hugsanlega heimkomu

Aron búinn að taka samtalið við fólkið fyrir norðan – Hefur þetta að segja um hugsanlega heimkomu