fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Verðlaunaður með veglegri launahækkun

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 07:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur verðlaunað markvörðinn David Raya með betri samningi, sem undirstrikar mikilvægi hans hjá félaginu undir stjórn Mikel Arteta.

Spænski landsliðsmarkvörðurinn hefur samið um launahækkun, en samningurinn gildir áfram til ársins 2028 með möguleika á framlengingu.

Nýr samningur var gerður í sumar, þó hann hafi ekki enn verið opinberaður af félaginu. Lengd samningsins helst sem fyrr segir óbreytt, en laun Raya – sem áður voru um 100 þúsund pund á viku, hafa hækkað verulega.

Raya gekk fyrst til liðs við Arsenal frá Brentford á láni sumarið 2023 og urðu félagaskiptin varanleg ári síðar. Hann hefur síðan orðið einn af fremstu markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar og vann Gullhanskann bæði 2023/24 og 2024/25.

Arsenal vinnur einnig að nýjum samningum við fleiri lykilmenn. Félagið hefur þegar opnað viðræður við Jurrien Timber og vonast til að ná samkomulagi við Bukayo Saka á næstunni.

William Saliba skrifaði nýlega undir fimm ára samning, á meðan Gabriel framlengdi við Arsenal til ársins 2029 í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sesko leitar að stuðningsmanni United

Sesko leitar að stuðningsmanni United
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Henderson galopnar sig – „Ég gat ekki horft á leiki og alls ekki Liverpool“

Henderson galopnar sig – „Ég gat ekki horft á leiki og alls ekki Liverpool“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Bellingham skoðar stöðu sína alvarlega eftir erfiða mánuði

Bellingham skoðar stöðu sína alvarlega eftir erfiða mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslandsmeistararnir mæta Serbunum annað kvöld

Íslandsmeistararnir mæta Serbunum annað kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“

Andri stoltur af því að vera snúinn aftur – „Þetta er það sem lífið snýst um“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alba kallar þetta gott – „Hef gefið allt“

Alba kallar þetta gott – „Hef gefið allt“
433Sport
Í gær

Logi brattur fyrir mikilvæga leiki – „Ég vil ekki jinxa neitt“

Logi brattur fyrir mikilvæga leiki – „Ég vil ekki jinxa neitt“
433Sport
Í gær

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres

Þjálfari sænska landsliðsins segir vanvita tjá sig um Gyökeres