Rútubílstjóri sem klæddist Liverpool-treyju var rekinn úr starfi eftir að Chelsea-aðdáendur umkringdu bílinn og sköpuðu ógnvekjandi aðstæður fyrir utan Stamford Bridge síðastliðið laugardagskvöld.
Isaac, 21 ára stuðningsmaður Liverpool frá Suður-London, var að aka strætó þegar fagnaðarlæti Chelsea-stuðningsmanna brutust út eftir 2-1 sigur liðsins gegn Liverpool.
Þegar þeir sáu bílstjórann í grænni og hvítri útitreyju Liverpool fóru þeir að slá á rúðurnar og öskra að honum.
Atvikið var tekið upp á myndband og dreift víða á samfélagsmiðlum. Þar má sjá hvernig rútan stöðvast vegna ástandsins og veldur töfum og truflunum, sem varð til þess að Isaac var rekinn af A1 Transport Recruitment, sem útvegar TfL starfsmenn.
„Ef þú horfir á myndbandið lítur þetta út fyrir að vera fyndið, en þetta var mjög ógnvekjandi,“ sagði Isaac í viðtali við TalkTV. „Þeir opnuðu rúðuna og ég þurfti að halda henni aftur.“
Isaac segir enginn hafi bent honum á að skipta um föt áður en hann fór á vaktina. Hann gagnrýndi TfL og borgarstjórann í London, Sadiq Khan, og sagði skort á heilbrigðri skynsemi í rekstrinum. „Ég vaknaði bara og fór í hreina treyju, hún var frá Liverpool.“
Isaac var rekinn vegna brota á klæðnaðareglum.