fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Hafliði fer ófögrum orðum um stöðuna í Kaplakrika: Konungdæmi bræðranna – „Henda honum út eins og skítugri tusku öðru sinni“

433
Miðvikudaginn 8. október 2025 20:30

Hafliði Breiðfjörð og Guðni Bergsson fyrrum formaður KSÍ Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafliði Breiðfjörð, fyrrum framkvæmdarstjóri Fótbolta.net og mikill stuðningsmaður FH fer ófögrum orðum um félagið og segir stjórnendur félagsins fara fram eins og konungsfjölskylda.

Hafliði var til viðtals við Fótbolta.net, miðilinn sem hann seldi fyrr á þessu ári. Rætt var um þá ákvörðun FH að láta Heimi Guðjónsson hætta störfum í lok mánaðar, þegar tímabilið í Bestu deildinni er á enda.

Heimir Guðjónsson. Mynd: DV/KSJ

Jóhannes Karl Guðjónsson mun taka við starfi Heimis en ekki allir FH-ingar eru sáttir við að Heimir fari og Hafliði er einn þeirra.

„Umræðan um Heimi sem hefði átt að eiga sér stað hjá þeim sem stjórna FH hefði átt að vera hvar styttan af honum væri sett niður en ekki hvort það ætti að henda honum út eins og skítugri tusku öðru sinni,“ segir Hafliði við Fótbolta.net en Heimir var rekinn úr starfi hjá FH árið 2017 en snéri aftur haustið 2022 og hefur náð að laga margt.

Hafliði segir að orðspor FH hafi verið í molum um langt skeið og ekki bæti þessi framkoma við Heimi það. „Orðspor FH hefur verið í molum undanfarið og framkoma félagsins í garð Heimis núna er ekkert til að bæta það,“ segir Hafliði.

Jón Rúnar Halldórsson.

Hafliði veður svo af fullum krafti í þá fjölskyldu sem stýrt hefur hlutunum í FH um langt skeið, ætla má að hann sé að ræða um bræðurna, Jón Rúnar og Viðar Halldórssyni sem lengi hafa staðið í stafni. Sonur Viðars er svo Davíð Þór sem er yfirmaður knattspyrnumála og fór fyrir þeirri ákvörðun að skipta út þjálfaranum.

„FH-ingar verða að átta sig á að félagið er í eigu félagsmanna og okkur verður að vera umhugað um orðsporið og komið sé vel fram við goðsagnir félagsins. Núna virðist félagið rekið eins og konungdæmi, þar sem krúnan erfist niður til næsta ættingja. Þannig virkar það ekki hjá íslenskum íþróttafélögum og vonandi standa félagsmenn vörð um það. Það ætti kannski að skipta út annars staðar en í þjálfarastöðunni,“ segir Hafliði við sinn gamla miðil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima

Víkingur staðfestir komu Björgvins Brima
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla

Nýjar reglur minnka bilið milli kvenna og karla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“

Sævar Atli upplifði magnað augnablik – „Það var mjög auðvelt að gíra sig“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag

Telja líklegt að íslenska þjóðin verði kýld í magann á föstudag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“

Logi segir mikil viðbrigði að flytja til Tyrklands – „Stundum aðeins of blóðheitir fyrir minn smekk“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Verðlaunaður með veglegri launahækkun

Verðlaunaður með veglegri launahækkun
433Sport
Í gær

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig

Staðfesta sorglegt andlát – Fjölskyldumaður sem skildi mikið eftir sig
433Sport
Í gær

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest

Stórstjarna rýfur þögnina eftir áflog á Októberfest