fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
433Sport

Aron búinn að taka samtalið við fólkið fyrir norðan – Hefur þetta að segja um hugsanlega heimkomu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. október 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur í landsliðið og er með hópnum sem mætir Úkraínu og Frakklandi á föstudag og mánudag. Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi er á mála hjá Al-Gharafa í Katar en hans menn hér heima eru Þór. Komst liðið upp í efstu deild á dögunum.

„Þú sérð brosið, það kemur strax. Það var geggjað. Þetta var virkilega jöfn deild. Við mættum á skriði og liðin í kringum Þórsarana fóru að gera mistök. Þetta var virkilega jákvætt fyrir klúbbinn í heild.

Það er búið að leggja mikið í þetta. Það var sett markmið þegar við fengum Sigga Höskulds að innan tveggja ára færum við í efstu deild. Því markmiði var náð og nú er bara að halda sér þar,“ sagði Aron við 433.is á hóteli íslenska landsliðsins.

Aron er samningsbundinn í Katar fram á næsta sumar og var spurður að því hvort það kitlaði ekki að spila með Þór, eins og hann gerði síðasta sumar í Lengjudeildinni um stutt skeið.

„Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast. Ég er að spila vel úti og þeir vita mína stöðu. Það verður að koma í ljós hvort ég komi heim eða ekki. Ég sagði þeim það að vera ekkert að búast við því. Svo getum við unnið okkur út frá því,“ sagði Aron.

Ítarlegt viðtal við Aron er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vilja halda Rashford en nokkrar leiðir koma til greina

Vilja halda Rashford en nokkrar leiðir koma til greina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mistök hjá KSÍ og Norðmaðurinn er löglegur með Val

Mistök hjá KSÍ og Norðmaðurinn er löglegur með Val
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sölvi Geir opnar sig um lygilega hjátrú sem hann sagði svo skilið við

Sölvi Geir opnar sig um lygilega hjátrú sem hann sagði svo skilið við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sesko leitar að stuðningsmanni United

Sesko leitar að stuðningsmanni United
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bellingham skoðar stöðu sína alvarlega eftir erfiða mánuði

Bellingham skoðar stöðu sína alvarlega eftir erfiða mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Íslandsmeistararnir mæta Serbunum annað kvöld

Íslandsmeistararnir mæta Serbunum annað kvöld
Hide picture