fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Tómas sleginn yfir uppsögn Davíðs – „Ég ætla þá rétt að vona það“

433
Laugardaginn 4. október 2025 07:30

Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Steindórsson, útvarpsmaður með meiru, fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni á 433.is fyrir helgi.

Það sem flaug hvað hæst í vikunni var að Vestri sagði þjálfaranum Davíð Smára Lamude upp þegar þrír leikir eru eftir. Rúmur mánuður er síðan Davíð gerði Vestra að bikarmeistara í fyrsta sinn en síðan hefur lítið gengið og blóðug fallbarátta blasir skyndilega við liðinu. Jón Þór Hauksson fær það verkefni að halda því uppi.

„Það var mjög óvænt, sérstaklega þegar maður heyrir að honum hafi verið sagt upp með þrjá leiki eftir. En sagan segir að hann hafi ekki ætlað að halda áfram, það spilar auðvitað inn í,“ sagði Tómas áður en Helgi tók til máls.

„Sammi (formaður) segir að það hafi átt að taka stöðuna í sumar en eftir að Davíð hafnaði samningstilboði fyrir rúmum mánuði hafa menn séð fram á að fara í sitt hvora áttina í sumar. Þá er farið í að skipta um þjálfara og bjarga liðinu frá falli,“ sagði hann.

Tómas segir að nú sé eins gott að Vestri haldi sér uppi, fyrst þessi leið var farin.

„Ég ætla þá rétt að vona að þeir bjargi sér frá falli fyrst þeir leyfa honum ekki að klára þetta. Davíð Smári hefur verið frábær þegar kemur að einhvers konar úrslitaleikjum.“

Helgi benti á að algengt væri að með nýjum þjálfara væri oft velgengni til að byrja með. „Þeir eru væntanlega að horfa í það.“

Vestri var í toppbaráttu framan af móti og vann svo auðvitað bikarinn eins og áður sagði.

„Þetta er ótrúlegt, stuðullinn á að Davíð Smári hefði verið látinn fara fyrir mánuði síðan hefði verið upp úr öllu valdi,“ sagði Helgi.

Tómas segir ljóst að Davíð fái áhugaverð tilboð nú þegar hann er á lausu. „Það verður spennandi að sjá hvað hann gerir. Hann hefur gert frábæra hluti.“

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar
433Sport
Í gær

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot
433Sport
Í gær

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín