Tómas Steindórsson, útvarpsmaður með meiru, fór yfir sviðið með Helga Fannari Sigurðssyni í Íþróttavikunni á 433.is fyrir helgi.
Heimir Guðjónsson fær ekki áframhaldandi samning hjá FH eftir tímabilið. Þetta er umdeilt á meðal FH-inga.
„Ef maður skoðar spjallborð og kommentakerfi má sjá að FH-ingar eru ósáttir. Sérstaklega þar sem þetta er í annað skiptið sem Heimir er svolítið ósanngjarnt látinn fara,“ sagði Helgi, en Heimir var látinn fara 2017.
„Mér finnst bara ágætis afrek að koma liðinu í efri hlutann,“ sagði Tómas, sem er stuðningsmaður FH.
„Davíð Smári væri bara flottur í þetta. Ég væri til í að fá hann í Hafnarfjörðinn, það yrði vel tekið á móti honum þar,“ sagði hann þá um næstu skref.
Þátturinn í heild er í spilaranum.