Ben Jacobs blaðamaður á Englandi segist hafa heimildir fyrir því að stjórn Manchester Untied muni skoða stöðu Ruben Amorim.
Því hefur verið haldið fram að Amorim fái alltaf þetta tímabil en Jacobs segir það ekki vera.
„Ég er ekki að fá það í mín eyru þrátt fyrir aðrar fréttir að Amorim fái allt tímabilið,“ segir Jacobs.
Mikil pressa er á Amorim í starfi sem hefur verið með liðið í tæpa ellefu mánuði og engar framfari sjáanlegar.
„Ég held að félagið muni frekar horfa á árangur hans eftir 38 leiki í deildinni í heildina, líta á það sem heilt tímabil og nota það sem mælistiku“
United fær Sunderland í heimsókn á morgun þar sem Amorim þarf að sækja þrjú stig.