Real Madrid er farið að efast um það að Ibrahima Konate sé rétti kosturinn fyrir félagið
Spænskir miðlar fjalla um málið en Real Madrid hefur sýnt Konate áhuga undanfarið.
Samningur Konate við Liverpool rennur út næsta sumar og því getur hann farið frítt frá félaginu.
Konate er 26 ára gamall en hann hefur verið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína undanfarnar vikur.
Konate er franskur landsliðsmaður en hann gæti farið frítt ef Liverpool býður honum ekki nýjan samning.