fbpx
Föstudagur 03.október 2025
433Sport

Manchester-liðin á meðal fjölda áhugasamra

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. október 2025 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt þýska miðlinum Bild hefur Aleksandar Pavlovic, varnartengiliður Bayern Munchen, vakið mikla athygli annarra stórliða í Evrópu. Þar á meðal eru bæði Manchester-liðin, City og United, sem hafa þegar rætt við fulltrúa leikmannsins.

Pavlovic er aðeins 21 árs og samningur hans við Bayern gildir til ársins 2029. Þrátt fyrir það eru fjögur félög frá þremur mismunandi löndum sögð hafa áhuga, en Bild nefnir United og City sérstaklega.

Pep Guardiola lítur á Pavlovic sem mögulegan arftaka Rodri, sem var sigurvegari Ballon d’Or 2024. Spænski miðjumaðurinn hefur þó verið orðaður við Real Madrid og samningur hans við City gildir aðeins í tæp tvö ár til viðbótar.

United, sem hefur átt erfitt uppdráttar undir stjórn Ruben Amorim, vill styrkja miðjuna eftir slaka frammistöðu.

Pavlovic hefur leikið fimm landsleiki fyrir Þýskaland en á enn eftir að vinna sér fast sæti hjá Julian Nagelsmann. Þrátt fyrir að vera heill var hann ekki valinn í þýska landsliðshópinn fyrir leikina í september og október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Áfall fyrir Newcastle
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmenn United með sorgarbönd á morgun eftir hryðjuverkaárás

Leikmenn United með sorgarbönd á morgun eftir hryðjuverkaárás
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er það sem vantar helst hjá United að mati Amorim

Þetta er það sem vantar helst hjá United að mati Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áhugaverður enskur landsliðshópur: Bellingham ekki í hóp og fleiri stjörnur í kuldanum

Áhugaverður enskur landsliðshópur: Bellingham ekki í hóp og fleiri stjörnur í kuldanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þórir Hákonarson reisir knatthöll í Ólafsfirði á næsta ári

Þórir Hákonarson reisir knatthöll í Ólafsfirði á næsta ári
433Sport
Í gær

Jóhann Berg setur stefnuna á landsliðið í golfi eftir að Arnar setti hann út í kuldann

Jóhann Berg setur stefnuna á landsliðið í golfi eftir að Arnar setti hann út í kuldann
433Sport
Í gær

Blikar fengu högg í Sviss í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar – Gísli Gottskálk ónotaður varamaður

Blikar fengu högg í Sviss í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar – Gísli Gottskálk ónotaður varamaður