fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
433Sport

Juliana átti lífið framundan þegar hún var tekin með eiturlyf á flugvelli – Hjartnæmt bréf sem hún sendi móður sinni opinberað

433
Föstudaginn 3. október 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juliana Lopez virtist eiga bjarta framtíð fyrir höndum fyrir tæpum áratug. Hún var vinsæl sjónvarpskona, hafði unnið Ungfrú Antioquia fegurðarsamkeppnina, stefndi á Ungfrú Heimur keppnina í Medellín og spilaði knattspyrnu með liðinu Divas del Futbol í heimalandi sínu, Kólumbíu.

Allt fór þó á versta veg þegar hún var handtekin árið 2015 á Guangzhou Baiyun flugvellinum í Kína með 610 grömm af kókaíni falið í fartölvu. Þá var hún aðeins 21 árs gömul.

Kína er þekkt fyrir að beita ströngum viðurlögum í eiturlyfjamálum og óttuðust margir að hún gæti fengið dauðarefsingu. Fékk hún þó 15 ára fangelsisdóm.

Nú er Juliana 31 árs og hefur setið í fangelsi fjarri fjölskyldu sinni í áratug. Fyrrverandi kærasti hennar, Juan Esteban Marín, fékk einnig dóm.

Í vikunni var birt bréf sem Juliana sendi móður sinni, Nubiu Sarrazola, þar sem hún lýsir sársauka sínum og söknuði.

„Elsku mamma mín, ég sakna þín meira en nokkurs annars í heiminum,“ skrifaði hún til að mynda.

Juliana segist verja tíma sínum í nám og vinnu innan fangelsisins. „Ástandið er orðið sífellt meira kvíðavaldandi, mikið vinnuálag. Það eru próf í hverjum mánuði, þannig að það bætist líka við pressan frá náminu.“

Samkvæmt kínverskum lögum gæti Juliana fengið skilorðsbundna lausn á næsta ári fyrir góða hegðun og myndi þá stytta dóm sinn um fjögur ár. Hún hefur þó gefið í skyn að hún snúi ekki aftur til Kólumbíu, þar óttist hún um líf sitt.

Móðir hennar, Nubia, flutti til Kína til að vera nálægt dóttur sinni. Hún fór frá öllu í Kólumbíu, fann sér vinnu og leigir íbúð nálægt fangelsinu. Hún getur þó aðeins hitt dóttur sína einu sinni í mánuði í hálftíma, nema Juliana vinni sér inn lengri heimsóknir með góðri hegðun.

Handtaka hennar vakti mikla athygli í Kólumbíu á sínum tíma, enda var hún ung, efnileg og virtist eiga frama bæði í knattspyrnu og fyrirsætustörfum. Málið var einnig vitundavakning um hættuna sem ungt fólk stendur frammi fyrir þegar það er dregið inn í alþjóðleg fíkniefnanet.

Um 50 Kólumbíumenn eru nú í haldi í Kína vegna eiturlyfjamála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United

Lið umferðarinnar í enska – Fjórir koma úr herbúðum United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina

Umboðsmaður Sesko uppljóstrar um plan Manchester United – Þetta er árið sem á að vinna deildina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi

Evans segir upp hjá United eftir nokkra mánuði í starfi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi

Carragher hafður að háð og spotti eftir þessa línu um Mo Salah í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus

Real Madrid og Arsenal sögð hafa mikinn áhuga á besta leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar

Liverpool og Barcelona fá skilaboð um miðjumann sem þau geta keypt í janúar
433Sport
Í gær

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot

Sjáðu átta mínútna þrumuræðu Carragher yfir Salah: Segir allt hafa verið skipulagt – Sé að reyna að láta reka Slot
433Sport
Í gær

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín

Sleppur við fangelsi en fær væna sekt – Líkti tveimur konum við morðingja og Stalín