Breiðablik er Íslandsmeistari eftir sigur á Víkingi í Bestu deildinni í kvöld.
Blikum hefur mistekist að tryggja titilinn í síðustu tveimur leikjum en gerðu það í kvöld þrátt fyrir að hafa lent í brasi.
Víkingur komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Voru þar að verki Linda Líf Boama og Kristín Erla Johnson. Birta Georgsdóttir svaraði þó fyrir Blika tvisvar og staðan í hálfleik 2-2.
Það var svo Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem tryggði Breiðabliki sigurinn og Íslandsmeistaratitilinn endanlega með marki snemma í seinni hálfleik.
Þetta er annað árið í röð sem Blikar hampa titlinum.