Nicolas Jackson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bayern Munchen í gær í 5-1 sigri á Pafos frá Kýpur í Meistaradeildinni.
Framherjinn gekk í raðir Bayern frá Chelsea á láni í sumar og dýrkar lífið í Þýskalandi það sem af er.
„Ég er svo glaður hér og allir hafa tekið virkilega vel á móti mér,“ sagði Jackson eftir leikinn í gær.
Hann hefur ekki farið leynt með það að hann vilji ganga endanlega í raðir Bayern næsta sumar, en ekkert er þó öruggt í þeim efnum.
„Mér líður eins og ég sé kominn heim. Við þurfum samt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér.“