fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Þriðji og síðasti hluti miðasölu á EM

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2025 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðji og síðasti hluti miðasölu á EM A landsliða kvenna 2025 í Sviss til stuðningsmanna Íslands hefst kl. 12:00 í dag Um er að ræða miðasölu sem er opin öllum sem skráðir eru „Fan of Iceland“ í miðasölukerfi UEFA.

Fyrstu tveir hlutar miðasölunnar hafa gengið mjög vel og nokkuð fljótt varð uppselt í svæði íslenskra stuðningsmanna á leik Íslands og Noregs (10. júlí). Nýlega varð svo uppselt í það svæði á leik Íslands og Finnlands (2. júlí). UEFA hefur nú upplýst KSÍ um að miðum til stuðningsmanna Íslands hafi verið fjölgað og því eru lausir miðar á alla leiki Íslands í miðasölunni sem hefst á fimmtudag. Engu að síður má búast við að miðar á leikina tvo í Thun (gegn Finnlandi og Noregi) seljist fljótt.

Miðasalan sem hefst á fimmtudag verður opin þeim sem skráð eru „Fan of Iceland“ til kl. 12:00 fimmtudaginn 16. janúar, eða á meðan miðar endast. Hafa ber í huga að þó svo miðar í stuðningsmannasvæði Íslands seljist upp, þá þýðir það ekki að uppselt sé á leikina. Almenn miðasala á alla leiki keppninnar (opin öllum, fyrstur kemur-fyrstur fær) hefst síðan um miðjan febrúar á miðasöluvef UEFA og fara þá allir þeir miðar sem eru óseldir og/eða hefur ekki verið ráðstafað í almenna sölu.

Öll miðasala fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA – smelltu hér til að komast inn á miðavefinnSamkvæmt skilmálum UEFA um miðakaup getur hver notandi mest keypt samtals 10 miða á hvern leik í mótinu. Ef notandinn hefur t.d. þegar keypt 4 miða í fyrri miðasöluglugga, þá getur viðkomandi mest keypt 6 miða í þessum þriðja hluta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði

Svona faldi fyrirsætan að hún væri ólétt í níu mánuði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar

Tveir sagðir á förum frá United – Annar þeirra kom í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur

Arsenal á skriði en allt í rugli hjá Liverpool – Mbappe skoraði fjögur
433Sport
Í gær

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“

Myndband: Allt brjálað yfir athæfi áhrifavalds í beinni útsendingu – „Það versta sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli

Viktor Bjarki skoraði aftur í sigri hans og Rúnars – David Luiz skoraði í jafntefli