Sádiarabíska félagið Al-Nassr fylgist með gangi mála hjá Jhon Duran, framherja Aston Villa samkvæmt fréttum.
Hinn 21 árs gamli Duran hefur verið orðaður frá Villa undanfarið og meðal annars við Paris Saint-Germain. Talið er að Villa vilji 80 milljónir punda fyrir hann.
Samkvæmt franska miðlinum Foot Mercato gæti Al-Nassr, sem er með Cristian Ronaldo innanborðs, veitt PSG samkeppni og komið með tilboð í Duran áður en félagaskiptaglugginn lokar í þessum mánuði.
Kólumbíski framherjinn gekk í raðir Villa frá Chicago Fire í Bandaríkjunum í byrjun árs 2023. Í fyrra skrifaði hann undir samning til 2030, en spiltím hans hefur þó verið takmarkaður.
Hins vegar er Duran með 12 mörk í þeim 28 leikjum sem hann hefur komið við sögu í á þessari leiktíð.