fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

FH útskýrir sitt mál: Fjölmiðlar harðlega gagnrýndir og boðað til fundar – „Virtist frekar miða að því að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 13:47

Frá Kaplakrikavelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna Skessu-málsins. Þar eru fjölmiðlar til að mynda gagnrýndir og sakaðir um að vega að heiðri forsvarsmanna félagsins.

Í fyrra fékk Hafnarfjarðarbær Deloitte til að skoða bókhald aðalstjórnar FH vegna kostnaðar við byggingu á Skessunni á sínum tíma og misræmis í ársreikningum félagsins. Tengist það viðræðum um kaup bæjarins á knatthúsinu.

Mörgum var brugðið er skýrsla Deloitte lá fyrir, einkum vegna þess að Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar, og bróðir hans, Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar, virtust samkvæmt henni hafa hagnast vel á framkvæmdunum.

Meira
Hafnarfjarðarbær sendir langt erindi til FH og krefst svara – „Þessi ákvörðun er tekin án samþykkis“

Félagið þvertekur fyrir þetta og gaf Jón Rúnar til að mynda út yfirlýsingu í síðustu viku.

Nú hefur félagið sent út yfirlýsingu þar sem það útskýrir kostnaðinn á Skessunni og aðild Viðars, svo dæmi séu tekin.

Þar segir einnig að eftir fyrirhuguð kaup Bæjarins á Skessunni verði eignir FH metnar á 1,5 milljarð, sem sé það sama og eigið fé og félagið verði því skuldlaust.

Meira
Jón Rúnar þvertekur fyrir ásakanir og harmar fréttaflutning – „Því svíður mig mjög að hafa þurft að sitja undir ásökunum“

FH boðar þá til upplýsingafundar þar sem félagsmenn eru hvattir til að mæta og  ræða málefnin milliliðalaust og án aðkomu fjölmiðla. Fundurinn verður haldinn klukkan 17:30 á fimmtudag.

Meira
Friðrik Dór kemur föður sínum til varnar – „Ef hann er í skuld einhvers staðar þá er það allavega ekki uppá Krika“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts

Nálgast ráðningu á nýjum stjóra Alberts
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn