Bandaríski íþróttafréttamaðurinn Jake Gadon gleymdi sér aðeins áður en hann fór í beina útsendingu á CBS í vikunni.
Gadon fjallar um hinar ýmsu íþróttir fyrir CBS og fór í loftið með umfjöllun þar sem hann stóð fyrir framan skrifborðið sitt.
Það sem er óheppilegt fyrir Gadon er að kveikt var á tölvunni hans og hún galopin. Þar má sjá mynd af tónlistarkonunni Rihanna á nærfötunum einum saman.
Myndband af þessu hefur farið um eins og eldur í sinu og má sjá það hér að neðan.
Jake’s 2025 is off to a fantastic start pic.twitter.com/HykyKKtKRW
— Jay Asliken 🕋☪️✈️ (@assliken) January 8, 2025