fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
433Sport

Heimir hverfur á braut

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. september 2025 19:21

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild FH og Heimir Guðjónsson hafa komist að samkomulagi um að Heimir láti af störfum í lok keppnistímabilsins, þegar samningur hans rennur út. Þessi tíðindi hafa í raun legið í loftinu en eru nú staðfest af FH.

Heimir tók við FH á ný fyrir tímabilið 2023, þegar liðið var í miklum vandræðum og fallbaráttu árið áður. Hefur hann skilað liðinu í efri hluta Bestu deildar karla þrjú ár í röð.

Heimir náði svo auðvitað frábærum árangri með FH á árum árum og gerði liðið til að mynda að Íslandsmeistara sex sinnum.

Tilkynning FH
Knattspyrnudeild FH og Heimir Guðjónsson hafa komist að samkomulagi um að Heimir láti af störfum í lok keppnistímabilsins, þegar samningur hans rennur út.

Heimir tók við þjálfun FH á ný eftir erfitt tímabil árið 2022 og fékk það verkefni að koma á stöðugleika hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur liðið síðustu þrjú ár tryggt sér sæti í efri hluta deildarinnar, í samræmi við markmið félagsins.

Ferill Heimis hjá Fimleikafélaginu er einstakur. Hann hefur bæði sem leikmaður og þjálfari markað djúp spor í sögu FH og á hann svo sannarlega heiðurinn af fjölmörgum af stærstu augnablikum félagsins. Hann er einn af sönnum Risum FH.

Félagið vill þakka Heimi fyrir ómetanlegt framlag og einstakt samstarf í rúm 25 ár. Við óskum honum velfarnaðar og hamingju á nýjum vígstöðvum – og vitum að hann á alltaf heima í Kaplakrika.

#TakkHeimir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jón Þór keyrir til Ísafjarðar og ætlar að bretta upp ermar – „Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan“

Jón Þór keyrir til Ísafjarðar og ætlar að bretta upp ermar – „Ég hefði sennilega ekki gert þetta fyrir neinn annan“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfesta að Jón Þór hafi tekið við Vestra – Mætir á Ísafjörð í dag

Staðfesta að Jón Þór hafi tekið við Vestra – Mætir á Ísafjörð í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmenn Liverpool lítið sofið í nótt – Sjáðu flugeldasýninguna fyrir utan hótel liðsins

Leikmenn Liverpool lítið sofið í nótt – Sjáðu flugeldasýninguna fyrir utan hótel liðsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Real Madrid skoðar tvo leikmenn Chelsea

Real Madrid skoðar tvo leikmenn Chelsea