Mögulega þarf að færa leik í undankeppni -í HM kvenna eftir að rotturnar tóku yfir leikvanginn sem átti að hýsa hann.
Sviss á að mæta Svíþjóð þann 15. nóvember á Stade de Genève, heimavelli Servette sem leikur í efstu deild Sviss.
En samkvæmt frétt Tribune de Genève hefur völlurinn orðið fyrir mikilli rottuplágu. Skepnurnar hafa grafið hundruð hola í leikvanginum, nagað rafmagnsvíra og valdið skemmdum á auglýsingaskiltum.
Pierre-Yves Bovigny, grasvallaráðgjafi hjá svissneska knattspyrnusambandinu, sagði í samtali við fjölmiðla:
„Ég hef starfað við þetta í yfir 20 ár og hef aldrei séð völl verða fyrir árás af völdum rotta í Sviss. Ég hef aldrei séð annað eins, Þetta er áhyggjuefni fyrir sambandið með tilliti til gæði vallarins.“
Hann bætti við að vonast væri til að aðgerðir sem nú þegar eru í gangi til að ráða niðurlögum meindýranna muni bera árangur.