Ólafur Helgi Kristjánsson var um helgina ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins en hann hættir með Þrótt að loknu tímabili í Bestu deild kvenna.
Ólafur hefur gríðarlega reynslu sem þjálfari og hefur gert vel með Þrótt, hann verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar.
„Maður hélt eftir EM í sumar hreinlega að hann yrði þjálfari en svo verður hann aðstoðarmaður,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson í Íþróttavikunni í dag.
Ólafur kemur einnig inn í stærra starf hjá sambandinu, bæði við fræðslu og stefnumótun.
„Þetta strækar mig sem frábær ráðning hjá KSÍ, þarna er Þorsteinn að fá inn þjálfara sem er jafnvel reyndari en hann í faginu. Kemur með nýja rödd á borðið, hann er að fara inn í stefnumótun yngri landsliða og ég held að Óli sé mjög góður í því. Eins í fræðslumálunum, ég held að þetta sé góð ráðning fyrir Knattspyrnusambandið að fá hann inn,“ sagði Hörður Snævar Jónsson.
„Ég held að það séu fáir betri á Íslandi en Óli í því að kenna fræðin“
Ólafur fór í kvennaboltann fyrir tveimur árum og Hörður telur að þar hafi hann lært hluti sem vantaði upp á.
„Mér hefur fundist hann sem þjálfari, í gegnum árin er stundum litið niður á það þegar menn úr karlafótbolta sem hafa þjálfað þar lengi fara í kvennafótbolta. Ég held að þetta hafi verið frábært skref fyrir Óla, held að hann hafi lært mikið. Kannski lært mikið í samskiptum, stundum þegar hann var í karlafótboltanum var borið upp á hann að hann væri hrokafullur. Alveg ekki upp á 11 þar, ég held að hann hafi lært mikið á þessum tveimur árum.“
„Hann hefur gert vel með Þrótt, Þorsteinn á svo bara eitt ár eftir af samningi. Er verið að brúka manninn í starfið?.“
Helgi sagð það mögulega hættulegan leik að vera með tvo þjálfara með sterka rödd saman. „Gæti þetta verið hættulegt? Ef þú horfir í svona tvo aðalþjálfari, þjálfari verður að aðstoðarþjálfara. Menn hugsa hvernig samstarfið muni virka.“