fbpx
Mánudagur 29.september 2025
433Sport

Ólafur var stundum sagður hrokafullur en virðist hafa lært mikið í heimi kvenna – „Ég held að þetta sé góð ráðning“

433
Mánudaginn 29. september 2025 18:30

Ólafur Kristjánsson er þjálfari Þróttar. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Helgi Kristjánsson var um helgina ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins en hann hættir með Þrótt að loknu tímabili í Bestu deild kvenna.

Ólafur hefur gríðarlega reynslu sem þjálfari og hefur gert vel með Þrótt, hann verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar.

„Maður hélt eftir EM í sumar hreinlega að hann yrði þjálfari en svo verður hann aðstoðarmaður,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson í Íþróttavikunni í dag.

Ólafur kemur einnig inn í stærra starf hjá sambandinu, bæði við fræðslu og stefnumótun.

„Þetta strækar mig sem frábær ráðning hjá KSÍ, þarna er Þorsteinn að fá inn þjálfara sem er jafnvel reyndari en hann í faginu. Kemur með nýja rödd á borðið, hann er að fara inn í stefnumótun yngri landsliða og ég held að Óli sé mjög góður í því. Eins í fræðslumálunum, ég held að þetta sé góð ráðning fyrir Knattspyrnusambandið að fá hann inn,“ sagði Hörður Snævar Jónsson.

„Ég held að það séu fáir betri á Íslandi en Óli í því að kenna fræðin“

Ólafur fór í kvennaboltann fyrir tveimur árum og Hörður telur að þar hafi hann lært hluti sem vantaði upp á.

„Mér hefur fundist hann sem þjálfari, í gegnum árin er stundum litið niður á það þegar menn úr karlafótbolta sem hafa þjálfað þar lengi fara í kvennafótbolta. Ég held að þetta hafi verið frábært skref fyrir Óla, held að hann hafi lært mikið. Kannski lært mikið í samskiptum, stundum þegar hann var í karlafótboltanum var borið upp á hann að hann væri hrokafullur. Alveg ekki upp á 11 þar, ég held að hann hafi lært mikið á þessum tveimur árum.“

„Hann hefur gert vel með Þrótt, Þorsteinn á svo bara eitt ár eftir af samningi. Er verið að brúka manninn í starfið?.“

Helgi sagð það mögulega hættulegan leik að vera með tvo þjálfara með sterka rödd saman. „Gæti þetta verið hættulegt? Ef þú horfir í svona tvo aðalþjálfari, þjálfari verður að aðstoðarþjálfara. Menn hugsa hvernig samstarfið muni virka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rooney öskuillur með gang mála – „Þetta er ekki Manchester United“

Rooney öskuillur með gang mála – „Þetta er ekki Manchester United“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfið ekki í nokkurri hættu

Starfið ekki í nokkurri hættu
433Sport
Í gær

Óli Kristjáns hættir með Þrótt – Verður aðstoðarþjálfari landsliðsins

Óli Kristjáns hættir með Þrótt – Verður aðstoðarþjálfari landsliðsins
433Sport
Í gær

Potter tjáir sig eftir brottreksturinn

Potter tjáir sig eftir brottreksturinn